Close

  Álfheimar eru fjölskylduhótel við sjóinn með 32 herbergjum, öll með sér baðherbergi. Á veitingastaðnum okkar leggjum við ríka áherslu á að nota hráefni úr nærumhverfinu. Fiskur dagsins verkaður samdægurs og lambakjöt beint frá bændum í sveitinni. Við viljum að gestunum okkar líði sem best hjá okkur umvafin náttúrufegurð og friðsæld.

  Bræðslan er tónlistarhátíð sem fer fram á Borgarfirði ár hvert, í það minnsta þegar það er ekki Covid. Kíktu á heimasíðu Bræðslunar til að taka stöðuna á fyrirhuguðum tónleikum. Tónleikarnar fara fram í gömlu síldarbræðslunni á Borgarfirði í alveg einstöku umhverfi

  KHB Brugghús er eina brugghúsið á Íslandi sem framleiðir Landa. Við leitum aftur í grunninn, nýtum þekkingu eldri kynslóða til að viðhalda menningu sem margir hafa þekkt en mátti ekki tala mikið um. Landabrugg tíðkaðist áður fyrr og líklega hófu landsmenn að dunda sér við framleiðslu upp úr aldamótum 1900. Á árunum 1912 til 1935 voru í gildi lög um áfengisbann á Íslandi. Undanþága veitt árið 1922 fyrir svokölluðu "Spánarvínum", en þau þóttu afar dýr og kostaði flaskan allt að lambsverð. Menn stunduðu því landabrugg á bannárunum og þróuðu með sér uppskriftir og hefðir fyrir þennan merka drykk okkar Íslendinga.

  Húsið Lindarbakki er ein helsta perla Borgarfjarðar eystra og vinsæll viðkomustaður þeirra sem heimsækja fjörðinn. Áður fyrr voru  hérna með fram  sjónum mörg önnur hús byggð með sama lagi. Þetta voru hús sem voru byggð um aldamótin 1900, um það leyti er verslun hefst í Bakkagerðisþorpi. Þessi hús þóttu ekki merkileg hýbýli á sínum tíma og var þeim flestum rutt um koll eða rifin þegar nútímalegri byggingaraðferðir tóku við. Lindarbakki stendur einn eftir í dag og er ómetaenleg heimild um byggingarstíl og búsetuaðstæður liðinna tíma. Húsið er kynt með gamalli Sólóeldavél nánast í upprunalegri mynd. Síðustu íbúar með heilsársbúsetu í Lindarbakka voru Jóhanna Jóhannesdóttir og sonur hennar Jóhannes Kristinsson sem hér bjuggu á árunum 1967-1973. Lindarbakki er í dag í eigu Múlaþings en var áður sumarhús í eigu Elísabetar Sveinsdóttur (f. 1929), eða Stellu á Lindarbakka eins og hún er alltaf kölluð af heimamönnum. Stella er fædd og uppalin á Borgarfirði en fluttist ung að árum suður í Kópavog. Hún keypti Lindarbakka ásamt eiginmanni sínum Skúla Ingvarssyni árið 1979 af Elíasi B. Halldórssyni og Ásthildi Sigurðardóttur. Í afsalsbréfi sem gert var við kaupin segir meðal annars: Ttómthúsið Lindarbakki er aldið að árum, byggt úr torfi, grjóti, trjáviði og steinsteypu og er á margan hátt eigi í tískustandi. Stella og Skúli lögðu mikla vinnu í endurbætur á húsinu eftir að þau eignuðust það auk þess sem þau reistu litla skemmu í sama stíl þar sem geymdir eru gamlir munir og verkfæri frá liðinni tíð. Skúli lést árið 1987 og eftir það annaðist Elísabet sjálf viðhald á húsinu með mikilli hjálp góðra vina. Undanfarin ár hefur sveitarfélagið komið sífellt meira að viðhaldi, og síðast árið 2019 þegar skipt var um þak á húsinu eftir foktjón. Lindarbakki er um 30m2 að gólffleti með forstofu. Í húsinu er eitt herbergi, eldhús auk salernis. Undir húsinu er kjallari og í honum er brunnur. Kjallarinn er elsti hluti hússins, frá árinu 1899, en innviðir hússins hins vegar að mestu frá árinu 1934.

  Bakkagerðiskirkja var vígð árið 1901 en fram að því hafði kirkjan ávallt verið staðsett á Desjarmýri þar sem prestsetur var. Helsti dýrgripur kirkjunnar er altaristaflan sem Jóhannes Sveinsson Kjarval málaði þegar hann kom heim til æskustöðvanna á Borgarfirði árið 1914.

  Álfacafé er vinalegt og afar sérstakt kaffihús á Borgarfirði eystri sem getur tekið um 60-70 manns. Við bjóðum uppá fiskisúpu þar sem heimaveiddur fiskur er í aðalhlutverki. Kaffi, kakó og heimasætubakaðar kökur og vínveitingar.

  Fiskverkun Kalla Sveins er með úrval af ýmsu sjávarfangi. Komdu við í Álfacafé og verslaðu sjávarfang beint frá Kalla. Frábær harðfiskur, hákarl og annað góðgæti.

  Samkvæmt gamalli þjóðtrú er á Borgarfirði eystra að finna eitt stærsta samfélag álfa á Íslandi. Fjörðurinn dregur nafn sitt af Álfaborg, en þar er Borghildur álfadrottning Íslands sögð búa ásamt hirð sinni. Góður göngustígur liggur umhverfis og upp á Álfaborgina. Frá toppi hennar er fagurt útsýni um allan Borgarfjörð, og þar er að finna hringsjá sem Átthagafélag Borgarfjarðar lét setja upp. Borgin er friðlýstur fólkvangur í umsjón Borgarfjarðarhrepps frá árinu 1976 og áhugaverður staður að skoða, sérstaklega fyrir þá sem trúa á tilvist álfanna. Þeir eru ekki sagðir kippa sér upp við gestagang, svo lengi sem heimkynnum þeirra er sýnd virðing. Álfar eru sagðir líkir mannfólki í útliti, en þó hávaxnari og glæsilegri. Híbýli álfanna í klettunum minna á 19. aldar íslensk heimili, en eru þó notalegri.

  Sporður hf er harðfiskvinnsla með eitt þekktasta og elsta harðfisksvörumerki landsins. Fyrirtækið flutti til Borgarfjarðar árið 2019 eftir að hafa verið á Eskifirði um áratugaskeið. Prófaðu vörurnar frá Sporði með því að kíkja á þau eða versla í Búðinni.

  Búðin á Borgarfirði er búðin á Borgarfirði. Dagvöruverslun með flest það sem þú þarft á meðan dvöl þinni stendur. Styðjum verslun í dreifbýli með því að versla á Borgarfirði.

  Á svæðinu eru tvö þjónustuhús. Í öðru húsinu eru klósett með aðgengi fyrir fatlaða, og tvær sturtur. Það er selt í sturturnar úr sjálfsala. Í hinu húsinu er eldunaraðstaða og borðstofa sem tjaldsvæðis gestum er velkomið að nota. Einnig er þar afgreiðsluborð starfsmanna þar sem hægt er að finna upplýsingar um staðinn. Þar er þvottavél og svo eru þvottasnúrur við húsin þar sem kjörið er að þurrka í góðu veðri. Sorptunnur eru staðsettar við veginn þar sem keyrt er að þjónustuhúsunum. Þar er einnig hægt að losa úrgang úr húsbílum og hjólhýsum. Inná tjaldsvæðinu sjálfu eru 16 rafmangstenglar og svo eru 12 rafmagnstenglar á bílastæði við þjónustuhúsin sem hentar vel fyrir húsbíla. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá tjaldverði tjaldsvæðisins - 857-2005

  Fjarðará, (ásamt Þverá) er falleg sjóbleikjuá sem rennur um undirlendi hins ægifagra og margrómaða Borgarfjarðar eystra. Frá náttúrunnar hendi eru þessar ár hentugastar fyrir sjóbleikju, en þó veiðast nokkrir laxar á hverju sumri.

  Allskonar fróðleikur um sjósókn, útgerð og versluna á Borgarfirði.

  Veitingastaðurinn Frystiklefinn býður upp á fjölbreytta rétti þar sem áherslan er á staðbundið ferskt hráefni. Á matseðlinum finnur þú sígilda rétti í bland við hefðbundinn íslenskan mat, allt frá pizzum til sviðasultu. Andrúmsloftið er afslappað og frjálslegt. Við bjóðum upp á vinalega og persónulega þjónustu.

  Blábjörg er með gistiheimili, veitingastað og heilsulind. Gistiheimilið býður upp á breitt úrval af gistingu frá herbergjum með sameiginlegri aðstöðu til lúxusíbúða. Á veitingastaðnum leggjum við áherslu á hollt val úr staðbundnu hráefni. Ef þú þarft hvíld og slökun bjóðum við upp á Spa&Wellness, heitir pottar og gufubað, bæði inni og á útisvæði. Blábjörg býður þér einstakt og frábært tækifæri til að skoða falinn fjársjóð sem heitir Borgarfjörður eystri. Svæðið hefur upp á margt að bjóða fyrir allt náttúruáhugafólk, þar á meðal nokkrar af fjölmennustu byggðum álfa á Íslandi og gífurlega fjölbreytni gönguleiða. Það er stutt í Hafnarhólmann sem býður upp á besta aðgengi að lunda á Íslandi, þar getur þú fylgst með fuglunum í tveggja metra fjarlægð.

  Ef þú þarft á hvíld og slökun að halda, þá er Musteri Spa hinn fullkomni staður fyrir þig. Við bjóðum upp á heita potta og gufuböð, bæði inni og úti. Hér getur þú notið þess að slaka á í kyrðinni, njóta fallegs útsýnis yfir fjörðinn og gert þig kláran fyrir annasaman ævintýradag.

  Travel East bíður upp á frábærar gönguferðir með með hótelgistingu og öllum þægindum á Borgarfirði eystra. Dvalið á Hótel Álfheimum í vel búnum herbergjum með eigin baðherbergi og farið í 6-8 tíma dagsferðir undir leiðsögn heimamanna. Morgunverður og kvöldverður er innifalinn auk nestispakka fyrir gönguferðina. Gengið um fjöll, víðáttur og eyðivíkur þessa frábæra göngusvæðis Víknaslóða og komið heim á hótel í lok dags. Göngurnar eru fyrir alla þá er unna útivist og hreifingu í góðum félagsskap en auðvelt er að bæta við vegalengd og erfileika á eigin vegum ef menn vilja. Ef þú vilt ferðast langt og njóta náttúru, þæginda og afslöppunar þá er þetta fyrir þig. Göngudagar eru m.a. Stórurð hringferð, Brúnavík hringferð og Breiðuvík hringferð.

  Já Sæll er veitingastaður, bar og tónleikahús og er bara opinn í júní, júlí og ágúst. Frábær matseðill og viðburðir allar helgar yfir sumarið.

  Fjord Bikes er nýtt afþreyingarfyrirtæki á Borgarfirði sem býður upp á hjólaferðir fyrir þig um Borgarfjörð og Víknaslóðir. Hafði samband og bókaðu ferð eða leigðu þér hjól

  Icelandic Down, eða Íslenskur dúnn framleiðir og selur hágæða æðardúnssængur og kodda fyrir innlendan og erlendan markað og er varinn öll unnin á Borgarfirði. Dúnninn kemur að mestu frá æðarvarpinu á Sævarenda í Loðmundarfirði sem er eitt stærsta æðarvarp landsins. Kíktu við og skoðaðu þær frábæru vörur sem hér er verið að framleiða.

  Kayhike bíður upp á Kayak ferðir um Borgarfjörð. Hafðu samband og bókaðu ferð fyrir þig og þinn hóp.

  Frisbígolfvöllur UMFB er öllum opinn án endurgjalds, en hægt er að leigja diska í Fjarðarborg hjá Já Sæll ehf. Frábær 9 holu völlur í einstöku umhverfi.

  Hafnarholmi

  Jóhannes Sveinsson Kjarval, meistari Kjarval, skipar sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu sem einn ástsælasti myndlistarmaður þjóðarinnar fyrr og síðar. Hann var goðsögn í lifanda lífi. Rætur hans lágu í hinu íslenska bændasamfélagi en hann fæddist 1885 á bænum Efri-Ey í Meðallandi og flutti fimm ára til skyldfólks síns í Geitavík hér neðan við veginn. Á árum sínum á Borgarfirði gekk hann alltaf undir nafninu Jói í Geitavík. Árið 1902 fór Kjarval til Reykjavíkur til náms og sótti þar tíma í teikningu en réði sig á skútur yfir sumarvertíðir. 1911 fór hanntil London til listnáms og árið eftir til Kaupmannahafnar. Hann lauk listnámi frá Listaháskólanum þar 1918 en flutti heim til Íslands árið 1922. Kjarval átti langan og litríkan feril sem listmálari og var afar frumlegur og leitandi í listsköpun sinni. Eftir heimkomuna sneri Kjarval sér mikið að landslagsmálverkinu og ferðalög um landið urðu mikilvægur þáttur í lífsstarfi hans. Hann skissaði, teiknaði og málaði olíuverk undir berum himni. Heim til Borgarfjarðar kom hann oft og áhrif fjallanna og litanna má greina víða í verkum hans. Hinar leyndardómsfullu verur sem birtast í landslagi Kjarvals eiga eflaust að hluta til uppruna sinn í borgfirsku landslagi og sögnum. Hulduverur meistarans öðlast líf í verkum hans og gera okkur kleift að sjá inn í heima þeirra án þess að þekkja þær. Eitt það fegursta og dýrmætasta sem Borgfirðingar hafa eignast er altaristaflan í Bakkagerðiskirkju en Kjarval málaði hana sumarið 1914 að beiðni kvenna í sveitinni. Kjarval lést árið 1972. Sveitungar hans og vinir hér á Borgarfirði reistu þennan minnisvarða sem stendur við Geitavík á 100 ára afmæli hans árið 1985. Sögusýningu um ævi Kjarvals er að finna í Álfacafé í þorpinu og öllum velkomið að koma þar við og fræðast nánar um lífshlaup Kjarvals. Þar er einnig hægt að sjá andlitsteikningar sem meistarinn gerði af sveitungum sínum og vinum hér á Borgarfirði.

  Í Álfacafé er uppi sýningin sem áður var til sýnis í Kjarvalsstofu. Þar er farið yfir ævi og list Kjarvals sem er einn dáðasti sonur Borgarfjarðar eystri. Þar er einnig að finna eftirprentanir af portrait myndum sem Kjarval teiknaði af sveitungum sínum á Borgarfirði. Aðgangur er ókeypis.

  Njarðvík Breiðuvík Brúnavík Loðmundarfjörður Stórurð Húsavík

  Velkominn til Borgarfjarðar eystri. Hér getur þú litast um og skoðað hvað er hægt að gera á Borgarfirði og í næsta nágrenni. Hér er að finna fjölbreytta þjónustu og afþreyingu við allra hæfi. Snúðu myndinni til og frá og skoðaðu hvað er í boði.

  ÁÆTLUNARFERÐIR TIL BORGARFJARÐAR Frá Borgarfirði alla virka daga kl 08:00 Frá Egilsstöðum alla virka daga kl 12:00 Almennt fargjald 2000.- kr. Börn 0-13 ára 1000.- kr. Eldri borgarar 1500.- kr. Beinn sími bílsins: 894-8305 - Heimasími Margrétar & Jakobs: 472-9805 hlid@centrum.is

  Card

  Stikaða gönguleiðin upp að Hrafnatindi og svo yfir Kúahjalla er frábær fjölskylduganga sem tilvalið er að taka þegar dvalið er á Borgarfirði. Leiðin er laus við príl og klifur og útsýnið er frábært yfir Borgarfjörð og nágrenni. Nánari leiðarlýsingu er að finna á gönguleiðakortinu Víknaslóðir sem hægt er að kaupa hjá öllum ferðaþjónustuaðilum á Borgarfirði. Gera má ráð fyrir 2-3 klst í hringleiðina.

  Travel East bíður upp á frábærar gönguferðir með með hótelgistingu og öllum þægindum á Borgarfirði eystra. Dvalið á Hótel Álfheimum í vel búnum herbergjum með eigin baðherbergi og farið í 6-8 tíma dagsferðir undir leiðsögn heimamanna. Morgunverður og kvöldverður er innifalinn auk nestispakka fyrir gönguferðina. Gengið um fjöll, víðáttur og eyðivíkur þessa frábæra göngusvæðis Víknaslóða og komið heim á hótel í lok dags. Göngurnar eru fyrir alla þá er unna útivist og hreifingu í góðum félagsskap en auðvelt er að bæta við vegalengd og erfileika á eigin vegum ef menn vilja. Ef þú vilt ferðast langt og njóta náttúru, þæginda og afslöppunar þá er þetta fyrir þig. Göngudagar eru m.a. Stórurð hringferð, Brúnavík hringferð og Breiðuvík hringferð.

  Dimmidalur undir Dyrfjöllum er einstök náttúruperla sem er tilvalið að skoða þegar dvalið er á Borgarfirði. Leiðin er óstikuð en í björtu veðri skiptir í ekki nákvæmlega hvaða leið er valin. Fínt er að byrja fyrir innan bæinn Jökulsá og fara þaðan í átt að dalnum. Ýttu á flugvélamerkið og þar sérðu tillögu að leið upp í dal sem einnig er hægt að hlaða niður og fylgja.

  Í afrétt Borgarfjarðar er að finna einstaklega fallegt vatn og sérstæðar jarðmyndanir. Urðarhólar er stórbrotin og gróf framhlaupsurð, en við hlið þeirra liggur hið fallega og djúpa Urðarhólavatn. Vatnið liggur við bjarta og hvíta líparít strönd og þarna getur orðið mikil veðursæld á björtum sumardögum í skjóli frá hafgolunni. Stutt gönguleið liggur um Urðarhóla og að Urðarhólavatni frá veginum um Húsavíkurheiði. Frábær fjölskylduganga. Þó að vegurinn sé merktur jeppavegur þá er hægt að fara með hvaða bíl sem er upp að þessari gönguleið með því að fara varlega.

  Brúnavíkurhringurinn er vinsælasta gönguleiðin á Borgarfjarðarsvæðinu. Leiðin liggur nálægt sjó og er því orðin snjólétt venjulega í maí. Brúnavík er grösug og litrík og þar er að finna eina fallegustu strönd á landinu. Á góðviðrisdögum hvergi betra að vera.

  Card

  Kolbeinsfjara er fallegur staður rétt innan við smábátahöfnina. Hægt er að leggja bílum á bílastæðinu sem er fyrir gönguleiðina til Brúnavíkur og fara svo niður í fjöruna meðfram Lagsá, sem endar í Lagsárfossi. Falleg fjara með einstökum fossi og útsýni að Dyrfjöllunum. Í fjörunni er fallegt og ljóst sjávarslípað líparít í bland við dökkt basaltið. Það getur verið sleipt að labba niður í fjöruna í bleytu þannig það er best að fara að öllu með gát.

  Fjord Bikes er nýtt afþreyingarfyrirtæki á Borgarfirði sem býður upp á hjólaferðir fyrir þig um Borgarfjörð og Víknaslóðir. Hafði samband og bókaðu ferð eða leigðu þér hjól

  Myndband unnið upp úr gömlum myndbrotum frá Borgarfirði

  Nú er farið að bjóða upp á gönguskíðaferðir á Borgarfirði. Leiðsögn frá heimamönnum og gist á Blábjörgum á Borgarfirði.

  Card

  Card

  Travel East bíður upp á frábærar gönguferðir með með hótelgistingu og öllum þægindum á Borgarfirði eystra. Dvalið á Hótel Álfheimum í vel búnum herbergjum með eigin baðherbergi og farið í 6-8 tíma dagsferðir undir leiðsögn heimamanna. Morgunverður og kvöldverður er innifalinn auk nestispakka fyrir gönguferðina. Gengið um fjöll, víðáttur og eyðivíkur þessa frábæra göngusvæðis Víknaslóða og komið heim á hótel í lok dags. Göngurnar eru fyrir alla þá er unna útivist og hreifingu í góðum félagsskap en auðvelt er að bæta við vegalengd og erfileika á eigin vegum ef menn vilja. Ef þú vilt ferðast langt og njóta náttúru, þæginda og afslöppunar þá er þetta fyrir þig. Göngudagar eru m.a. Stórurð hringferð, Brúnavík hringferð og Breiðuvík hringferð.