Close

  Bókaðu gistingu í síma 863 5813 Byggingarár: 2009 - Gistirými: 38 svefnpokapláss Sími í skálavarðaskýli: 863-8637 GPS staðsetning: 65,21,909. W13,53,787 Timburkamína til upphitunar - Gashellur til eldunar - Vatnssalerni og sturta - Tjaldsvæðissalerni. Tjaldsvæði.

  Klyppstaðarsókn og Klyppstaðarkirkja í Loðmundarfirði Alls er kunnugt um 11 sóknarpresta og 2 aðstoðarpresta í Klyppstaðarsókn Sá fyrsti þeirra var á staðnum á ofanverðri 16. öld en vitað er að kirkja var á Klyppstað strax á fyrstu öldum kristni á Íslandi. Elsta heimildin um kirkju í Loðmundarfirði er frá árinu 1367, þegar Oddur biskup Þorsteinsson vígði kirkju að Klyppstað sem helguð var Maríu mey. Er þá einnig talað um að tvö bænahús tilheyri kirkjunni, eitt á Nesi en hitt líklega staðsett á Hjálmárströnd. Frá árinu 1888 var Klyppstaðarsókn þjónað frá Dvergasteinsprestakalli í Seyðisfirði, en Húsavíkurkirkja sem tilheyrði Klyppstaðarsókn var eftir það þjónað frá Desjarmýrarprestakalli í Borgarfirði. Lítil og snotur kirkja stendur enn við Klyppstað í Loðmundarfirði sem þögull minnisvarði um horfið mannlíf fjarðarins. Hún var vígð á jóladag 1895 af séra Birni Þorlákssyni á Dvergasteini, sem þjónaði kirkjunni fyrstu árin.

  Texti eftir Hafþór Snjólf Helgason

  Icelandic Down, eða Íslenskur dúnn framleiðir og selur hágæða æðardúnssængur og kodda fyrir innlendan og erlendan markað og er varinn öll unnin á Borgarfirði. Dúnninn kemur að mestu frá æðarvarpinu á Sævarenda í Loðmundarfirði sem er eitt stærsta æðarvarp landsins. Kíktu við og skoðaðu þær frábæru vörur sem hér er verið að framleiða.

  Gönguleiðin um Kækjuskörð var aðalleiðin milli Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar. Skoðaðu gönguleiðina í þrívídd og sæktu áreiðanlega útivistargögn.

  Borgarfjörður eystri

  Aðalleiðin á milli Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar.

  Gönguleiðin á milli Loðmundarfjarðar og Húsavíkur

  Móðir mín í kví kví er ein allra þekktasta draugasaga landsins en fáir vita kannski að hún átti að hafa átt sér stað hér í Loðmundarfirði.