Close
  Brúnavík Borgarfjörður eystri Húsavík Loðmundarfjörður

  Aðal gönguleiðin frá Borgarfirði og til Breiðuvíkur.

  Byggingarár: 1998 Gistirými: 33 svefnpokapláss Starfstími: Gönguskáli Sími: Enginn GPS staðsetning: 65.27.830 N / 13.40.286 V Annað: Timburkamína til upphitunar - Gashellur til eldunar - Vatnssalerni - Tjaldstæði Bókaðu gistingu í síma 863 5813

  Breiðavík (Breiðuvík) er landnámsjörð. Þar segir Landnáma að Þórir Lína hafi numið land. Fyrir botni víkurinnar er breiður sandur og þar fellur Stóraá (Víkurá) til sjávar. Hún skilur að miklu leyti að jarðirnar Breiðuvík og Litluvík (Litlu-Breiðuvík) sem er sunnan árinnar. Litlavík fór í eyði árið 1945. Skammt frá sjó norðan megin í víkinni stóð Breiðuvíkurbærinn. Þar var löngum tvíbýli, en byggð þar lagðist af árið 1947. Breiðavík var eftirsótt jörð vegna mikils landrýmis og landkosta en slæm lendingarskilyrði þóttu þó mikill löstur. Þá er einnig þokugjarnara í Breiðuvík en í Borgarfirði. Víkin er vel gróin og litskrúðug líparítfjöll skapa ákaflega sérstaka fjallasýn. Landeigendur og Slysavarnasveitin Sveinungi á Borgarfirði reistu þar neyðarskýli á níunda áratugnum og sumarið 1998 reisti Ferðafélag Fljótsdalshéraðs þar 33ja manna glæsilegan gistiskála. Margar eldri rústir eru umhverfis bæjarstæðið og flest bendir til búsetu frá landnámi, en víkurinnar er getið í Gunnars sögu Þiðrandabana (um árið 1000). Gamlar rústir þar heita Fornibær. Athyglisvert er að Litluvíkurfólk átti kirkjusókn til Húsavíkur, en Breiðuvíkurfólk til Borgarfjarðar. Litlavík fór í eyði 1945 og Breiðuvík 1947. Jeppavegur er frá Borgarfirði um Gagnheiði og þar uppi er útsýnisskífa. Frá Breiðuvík er einnig jeppavegur um Víknaheiði og kemur þar inn á Loðmundarfjarðarveg við rætur Hvítserks.

  Hvítserkur er eitt sérstæðasta fjall landsins og er einstaklega fallegt að skoða frá Húsavíkurheiði. Hér að ofan er hægt að lesa nánar um jarðfræði þessa merkilega fjalls.

  Í afrétt Borgarfjarðar er að finna einstaklega fallegt vatn og sérstæðar jarðmyndanir. Urðarhólar er stórbrotin og gróf framhlaupsurð, en við hlið þeirra liggur hið fallega og djúpa Urðarhólavatn. Vatnið liggur við bjarta og hvíta líparít strönd og þarna getur orðið mikil veðursæld á björtum sumardögum í skjóli frá hafgolunni. Stutt gönguleið liggur um Urðarhóla og að Urðarhólavatni frá veginum um Húsavíkurheiði. Frábær fjölskylduganga. Þó að vegurinn sé merktur jeppavegur þá er hægt að fara með hvaða bíl sem er upp að þessari gönguleið með því að fara varlega.

  Þessi leið á milli Breiðuvíkur og Húsavíkur stikuð svo er gengið eftir grófum jeppaslóða yfir Húsavíkurheiðinar

  Þessi leið á milli Breiðuvíkur og Húsavíkur er óstikuð, en með þessu gps tracki kemstu örugglega milli skála. Fáfarin leið en algjörlega stórbrotin. Labbað í gegnum Herjólfsvík sem er lítil og falleg. Einstakt útsýni á Hvítserk á leiðinni. Þessi leið er mjög villugjörn í þoku og því betra að vera við því búin.